Erlent

900 ára múmía í fórum þjófa

Lögreglan í Perú varð heldur betur hissa þegar hún fann yfir 900 ára gamla múmíu í húsi þjófa sem hún handtók í gærdag. Þjófarnir voru þó ekki með á hreinu hversu mikil verðmæti þeir voru með í höndunum og höfðu pakkað henni inn í plast sem hefði, að sögn sérfræðinga, getað skemmt múmíuna verulega. Mennirnir gætu átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna málsins en ekki er enn vitað hvar þeir stálu múmíunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×