Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði að leikmenn hefðu svikið hann og hans vinnu er liðið tapaði fyrir Leicester, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Þar með skellti Leicester sér á topp deildarinnar á ný og er með 20 stiga forskot á Englandsmeistara Chelsea, sem er aðeins einu stigi frá fallsæti.
Sjá einnig: Leicester endurheimti toppsætið með sigri á meisturunum | Sjáðu mörkin
Sky Sports hefur nú birt viðtalið í heild sinni á vefsíðu sinni en í því fór Mourinho um víðan völl. Hann sagði meðal annars að bæði mörk Leicester væru óásættanleg og að leikmenn hefðu svikið hann með því að verjast þeim ekki betur.
Hann sagði að síðasta korterið hefði orðið að fimm mínútum vegna meiðsla auk þess sem að boltastrákarnir hefðu verið duglegir að láta boltann hverfa. Þá sagði hann að lykilmenn Chelsea væru langt frá sínu besta og að Eden Hazard hafi skipt sér sjálfum af velli vegna meiðsla - eftir að hafa skipt tvisvar um skoðun á tíu sekúndum.
Þetta athyglisverða viðtal má sjá hér.
Sjáðu umdeilt viðtal við Mourinho
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti



„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn