Erlent

Lík de Menezes komið til Brasilíu

Komið var með líkkistu Jean Charles de Menezes til heimabæjar hans í Brasilíu í gær. Vika er í dag síðan lögreglan í Bretlandi skaut Menezes til bana á lestarstöð fyrir mistök. Um sex þúsund íbúar bæjarins og tvö þúsund ferðamenn vottuðu fjölskyldu hans samúð sína en Mario Mamade, staðgengill forseta Brasilíu, var viðstaddur er komið var með kistuna. Sagði hann að stjórnvöld gætu ekki unað broti á mannréttindum í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×