Fótbolti

Ganso ætlar ekki að spila aftur fyrir Santos

Ganso með Neymar.
Ganso með Neymar.
Brasilíski landsliðsmaðurinn Ganso segist ekki ætla að spila fyrir Santos á nýjan leik en hann er farinn í fýlu þar sem Neymar fær alla athyglina hjá félaginu.

Þetta segir Delcir Sonda en hann er eigandi hlutafélags sem á 55 prósent hlut í leikmanninum eins eðlilega og það hljómar.

Ganso er reyndar samningsbundinn Santos til ársins 2015 þannig að ekki er víst að hann komist upp með að fara í verkfall.

Ganso hefur hafnað nýju samningstilboði frá Santos og samkvæmt heimildum brasilískra fjölmiðla vill hann helmingi hærri laun en félagið var til í að greiða honum.

"Það er alveg klárt að Ganso mun ekki spila aftur fyrir Santos. Hann er reiður út í félagið. Það setti upp verkefni fyrir Neymar en gleymdi honum," sagði Sonda.

Forráðamenn Santos eru að sama skapi hundfúlir út í leikmanninn og segjast ekki geta boðið honum hærri laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×