Erlent

Heimili Johnny Cash brann

Johnny Cash
Johnny Cash Mynd/GETTY

Fyrrum heimili söngvarans Johnny Cash brann til grunna í dag á meðan á endurbótum á því stóð fyrir Barry Gibb hinn nýja eiganda þess, en hann er meðlimur úr hljómsveitinni Bee Gees.

Cash og kona hans June Carter Cash bjuggu í húsinu frá árinu 1968 til ársins 2003 er þau dóu bæði með stuttu millibili.

Samkvæmt heimidum The Henderson Star news er líklegt að kviknað hafi í útfrá neista sem komist hafi í eldfim efni sem að notuð voru við endurbæturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×