Lífið

Búist við niðurstöðum DNA rannsóknar í dag

Anna Nicole Smith
Anna Nicole Smith MYND/Getty Images

Niðurstöður DNA rannsóknar, sem leiða mun í ljós hver er faðir Dannielynn, sjö mánaða gamallar dóttur Önnu Nicole heitinnar, eru væntanlegar í dag. Búist er við að niðurstöðurnar verði kynntar í hæstarétti á Bahamaseyjum en samkvæmt lögum eyjanna mega hvorki lögmenn né aðrir embættismenn tala um málið fyrir utan dómstóla.

Howard K. Stern, 38 ára kærasti Önnu Nicole, hefur forræði yfir Dannielynn eins og er og er skráður faðir hennar á fæðingarvottorði. Fyrrum kærasti Önnu Nicole, Larry Birkhead, 34 ára, kveðst einnig vera faðir barnsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.