Innlent

Landvernd á móti raski í Kerlingarfjöllum

Landvernd leggst gegn því að við nokkru sé hróflað í Kerlingarfjöllum og vill ekki að Orkuveita Reykjavíkur fái leyfi til að bora þar tilraunaholur vegna mögulegrar jarðvarmavirkjunar. Þetta er nokkurt nýmæli en til þessa hafa umhverfisverndarsinnar fremur kosið jarðvarmaver í stað vatnsorkuvera, enda minna landsvæði sem spillist. Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar segir að félagið vilji að lokið verði við annan áfanga rammaáætlunar þar sem metnir séu virkjanakostir og orkuþörf áður en tilraunaborunin verði leyfð. Tvör til þrjú ár taki að ljúka þeim áfanga. Hann segir að nauðsynlegt sé að vernda hálendið og meta þau verðmæti sem felist í hálendinu útfrá sjónarmiðum ferðaþjónustunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×