Innlent

Hallar á hlut kvenna í sveitarstjórnum á Vestfjörðum

Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum á Vestfjörðum er 37% en konur eru færri en karlar í öllum sveitastjórnum Vestfjarða nema í Broddaneshreppi. Á fréttavefnum Bæjarins besta kemur fram að hlutfall kvenna hafi aukist smám saman á síðastliðnum fimmtíu árum. Þá hefur hlutfall kvenna einnig aukist samhliða fækkun sveitafélaga. Aðeins 25 konur eru oddvitar af 98 oddvitum sveitafélaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×