Erlent

Sleppt úr haldi

Réttarhöldunum er ætlað að skýra hvaða starfsmaður ríkisstjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta upplýsti um nafn leyniþjónustumannsins Valerie Plame en eiginmaður hennar hafði gagnrýnt rökstuðning stjórnarinnar fyrir innrásinni í Írak. Hefur nafn Karls Rove, helsta ráðgjafa Bush, einkum verið nefnt í því sambandi.. Miller sagði Libby nýverið hafa leyst sig frá loforði um þagmælsku og leyft að gefa hann upp sem heimildarmann sinn, en lögmaður Libbys sagði í gær að skjólstæðingur sinn hefði gefið það leyfi fyrir rúmu ári síðan, og sagðist hafa haldið að hún sæti í fangelsi því hún neitaði að gefa upp einhverja aðra heimildarmenn. Þó að fleiri blaðamenn hafi verið yfirheyrðir vegna greina sem birtust í blaðinu um innrásina í Írak, þá var Miller eini blaðamaðurinn sem varpað var í fangelsi. Hún skrifaði engar greinar um Plame.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×