Innlent

25 manns sagt upp í Stykkishólmi

Tuttugu og fimm manns hefur verið sagt upp störfum hjá rækjuvinnslu Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi. Fyrirtækið mun hætta rækjuvinnslu sinni frá og með næstu áramótum. Ástæða lokunarinnar er langvarandi óhagstæð ytri skilyrði í rækjuvinnslu. Sigurður Ágústsson segir það áfall að grípa til uppsagna, en það sé eina leiðin til þess að bregðast við slæmum aðstæðum á mörkuðum. Sigurður telur að hátt gengi íslensku krónunnar skipti þar mestu máli því það sé gífurlega óhagstætt útflutningsgreininni. Að hans mati eru stjórnvöld á góðri leið með að ganga frá greininni vegna gengisstefnunnar og ljóst að útflutningsgreinunum sé að blæða út. Hluta af starfsfólki Sigurðar Ágústssonar, sem missir vinnuna, býðst önnur störf. Alls hefur um áttatíu manns verið sagt upp störfum í rækjuvinnslu síðastliðinn sólahring, en rækjuvinnslan Íshaf á Húsavík sagði upp öllu sínu starfsfólki í gær, 25 manns, af sömu ástæðum, auk þess sem Strýta, rækjuvinnsla Samherja sagði upp þrjátíu manns vegna samdráttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×