Innlent

Tveir af þremur áfram í haldi

Í Héraðdómi Ákært er fyrir fjölda þjófnaða í margvíslegum innbrotum og aðildar að brotum í umfangsmiklu máli sem er fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Dóms er vænst á næstu vikum. Fréttablaðið/GVA
Í Héraðdómi Ákært er fyrir fjölda þjófnaða í margvíslegum innbrotum og aðildar að brotum í umfangsmiklu máli sem er fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Dóms er vænst á næstu vikum. Fréttablaðið/GVA

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur af þremur sakborningum í umfangsmiklu þjófnaðarmáli. Átta eru ákærðir í málinu, allt ungt fólk af pólskum uppruna.

Aðalmeðferð lauk á föstudag, en mennirnir sem sitja áfram í haldi kunna að verða dæmdir í 12 til 15 mánaða fangelsi. Gæsluvarðhald yfir þeim var framlengt þar til dómur fellur, þó ekki lengur en til 18. desember.

Þriðji maðurinn var látinn laus. Allir hafa mennirnir setið í haldi frá því 13. ágúst. Refsirammi í máli þess sem látinn var laus heimilar ekki þyngri dóm en sex mánuði.

Tekinn var fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun sá ákæruliður sem snýr að þátttöku þess sem látinn var laus í innbroti í leigubíl við Garðastræti í sumar. Vitni sá til hans og annars manns flýja af vettvangi.

Annar þeirra sem áfram situr í haldi játaði innbrotið í bílinn, en sá sem var sleppt neitar sök. Honum lenti saman við hinn í gæsluvarðhaldinu. Í málflutningi fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að sá sem áfram situr í haldi hafi breytt framburði sínum eftir að hafa lent saman við hinn. Hann neitaði að tjá sig um málsatvik fyrir dómi í gærmorgun.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×