Innlent

Farþegar Hafsúlunnar voru ekki óttaslegnir

Ferðamenn sem voru um borð í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni urðu nær ekkert skelkaðir þegar eldur kom þar upp í gær og virtust hafa gaman að því þegar björgunarsveitir Landsbjargar og þyrla landhelsigæslunnar komu á staðinn. 75 manns voru um borð í bátnum en engan sakaði.



Um hálf sex leytið í gær var tilkynnt um að eldur hafði komið upp um borð í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni. Olíurör hafði farið í sundur í vélarrúmi bátsins þegar hann var staddur við Lundey í Kollafirði og eldur kviknað í kjölfarið.

Björgunarsveitir Landsbjargar og þyrla landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og komu að bátnum innan tíu mínútna. Farþegar í Hafsúlunni gengu skælbrosandi frá borði þegar báturinn lagðist upp að bryggju í Reykjavíkurhöfn í gær og sögðust margir hafa gaman að þessu atviki. Langflestir fóru í hvalaskoðun á öðrum bát sem sigldi út úr höfninni skömmu eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×