Erlent

Putin á nýjan vin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hundurinn er hið mesta krútt eins og sést á þessari mynd. Mynd/ AFP.
Hundurinn er hið mesta krútt eins og sést á þessari mynd. Mynd/ AFP.
Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, hefur eignast nýjan besta vin. Það er búlgarskur fjárhundur sem hefur fengið nafnið Buffy.

Gárungarnir telja að nafnið sé komið úr samnefndum sjónvarpsþáttum um vampírubanann Buffy. Fram kemur á fréttavef AP að forsætisráðherrann fékk aðstoð frá 5 ára gömlum dreng við að velja nafn á hundinn. Drengurinn vann samkeppni sem forsætisráðherrann efndi til við val á nafninu.

Fjárhundurinn var gjöf frá Boyko Borissov, búlgarska forsætisráðherranum, til Putins þegar að sá síðarnefndi heimsótti Búlgaríu í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×