Erlent

Sonur Davids Camerons lést í morgun

Ivan Cameron, sonur Davids Cameron, leiðtoga íhaldsmanna á Bretlandi lést í morgun. Ivan var sex ára gamall og þjáðist hann af alvarlegri flogaveiki og heilalömun. Cameron og kona hans Samantha báðu breska fjölmiðla í morgun um að virða einkalíf sitt og hefur fyrirspurnatíma í breska þinginu þar sem Gordon Brown átti að sitja fyrir svörum verið aflýst.

Brown forsætisráðherra, sem sjálfur missti barnunga dóttur sína árið 2002 sagði í yfirlýsingu að enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum þá raun að missa barnið sitt. „Ég veit að Ivan var barn sem færði gleði í hjörtu allra þeirra sem kynntust honum. Öll þjóðin biður fyrir David, Samönthu og fjölskyldu þeirra," sagði Brown.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×