Erlent

Níu látnir í flugslysinu á Schiphol

Forstjóri Schiphol flugvallar sagði á blaðamannafundi fyrir stundu að níu hafi látist í flugslysinu á Schiphol flugvelli í Amsterdam í morgun. Að minnsta kosti 50 slösuðust. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nú stendur yfir. Enn er óljóst hvað olli slysinu.

Flugvélin skall niður á akri skammt frá flugbrautinni en vélin var að koma inn til lendingar eftir flug frá Istanbul. Vélin brotnaði í þrjá hluta þegar hún skall niður en enginn eldur kom upp í flakinu. 137 farþegar voru um borð.






Tengdar fréttir

Alvarlegt flugslys á Schiphol

Tyrknesk farþegaflugvél brotlenti á Schiphol flugvelli í Amsterdam í morgun með 135 farþega innanborðs. Óljóst er um hvort eða hve margir hafa látist í slysinu en tyrkneskir miðlar segja að einn farþegi sé látinn hið minnsta og 20 slasaðir. Forstjóri flugfélagsins segir hins vegar að enginn hafi látist í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×