Lífið

Slumdog Millionaire börn fá ný heimili

Börnin úr Slumdog Millionaire.
Börnin úr Slumdog Millionaire.
Rubina Ali og Azhar Ismail, tvo af börnunum úr fátækrahverfinu sem leika tvö aðalhlutverkin í Slumdog Millionaire hafa fengið ný heimili fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar í Indlandi. „Þessi tvö börn hafa vakið athygli á landinu og við höfum heyrt að þau búi í hreysum sem ekki er einu sinni hægt að skilgreina sem hús," sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar.

Þetta kemur meðal annars fram á vef ofurbloggarans Perezar Hiltons. Hann hefur áður greint frá því að framleiðendur myndarinnar væru að vinna að stofnun styrktarsjóðs fyrir börnin svo þau gætu lifað mannsæmandi lífi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.