O'Sullivan: Eins og að spila í verslunarmiðstöð Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 14:30 Eldflaugin er ekki sátt. vísir/getty Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, vann tvo leiki í gær á fyrsta degi opna velska meistaramótsins. Keppt er í fyrsta sinn í Motorpoint Arena í Cardiff og er spilað á tíu borðum samtímis. „Þetta er eins og að spila í verslunarmiðstöð,“ sagði O'Sullivan ósáttur í viðtali við BBC í gær. „Fólk stendur upp hvenær sem það vill og færir sig á milli sæta. Það eru óskrifaðar reglur í snóker að áhorfendur hreyfi sig ekki þegar spilarinn er að skjóta.“ Opna velska mótið hefur undanfarin níu ár verið haldið í Newport Centre-höllinni en ákveðið var að stækka við sig fyrir þetta ár. „Ég er ekki ánægður með þetta. Newport var ein af mínum uppáhaldshöllum þannig það var ömurlegt að færa mótið. Ég hef spilað hérna áður. Þetta er eins og að spila í flugskýli,“ sagði O'Sullivan. Þessi magnaði snókerspilari hefur verið gagnrýninn á mótahald að undanförnu, en í desember var hann mjög ósáttur við hvernig var staðið að opna breska meistaramótinu. Þar var spilað á fjórum borðum í einu í staðinn fyrir að spila á tveimur eins og tíðkast hefur. Hann vildi meina að það varð til þess að margir af bestu spilurum heims féllu snemma úr leik. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. Íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, vann tvo leiki í gær á fyrsta degi opna velska meistaramótsins. Keppt er í fyrsta sinn í Motorpoint Arena í Cardiff og er spilað á tíu borðum samtímis. „Þetta er eins og að spila í verslunarmiðstöð,“ sagði O'Sullivan ósáttur í viðtali við BBC í gær. „Fólk stendur upp hvenær sem það vill og færir sig á milli sæta. Það eru óskrifaðar reglur í snóker að áhorfendur hreyfi sig ekki þegar spilarinn er að skjóta.“ Opna velska mótið hefur undanfarin níu ár verið haldið í Newport Centre-höllinni en ákveðið var að stækka við sig fyrir þetta ár. „Ég er ekki ánægður með þetta. Newport var ein af mínum uppáhaldshöllum þannig það var ömurlegt að færa mótið. Ég hef spilað hérna áður. Þetta er eins og að spila í flugskýli,“ sagði O'Sullivan. Þessi magnaði snókerspilari hefur verið gagnrýninn á mótahald að undanförnu, en í desember var hann mjög ósáttur við hvernig var staðið að opna breska meistaramótinu. Þar var spilað á fjórum borðum í einu í staðinn fyrir að spila á tveimur eins og tíðkast hefur. Hann vildi meina að það varð til þess að margir af bestu spilurum heims féllu snemma úr leik. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC.
Íþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira