Eins og að biðja Federer um að spila fyrir framan þrjá menn og hund Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 12:30 Ronnie O'Sullivan er ekki kátur en samt að vinna. vísir/getty Breska meistaramótið í snóker, næst stærsta mót hvers árs á eftir heimsmeistaramótinu, stendur nú yfir í York á Englandi. Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni, komst auðveldlega í þriðju umferð mótsins með 6-3 sigri á Peter Lines, en hann hafði ýmislegt um mótið að segja í viðtali eftir sigurinn. Þessi besti snókerspilari heims er afar ósáttur með aðbúnaðinn á mótinu og hvernig það er uppsett. Spilað er á fjórum borðum í einu, ekki tveimur, og hafa risar í sportinu fallið úr leik í fyrstu umferðunum. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. „Ég sagði áður en mótið byrjaði að menn ættu eftir að sjá óvænt úrslit því það er spilað á fjórum borðum sem er ekki gott.“ „Aðstæður eru mjög erfiðar því maður spilar með bakið í áhorfendur. Manni líður því eins og maður sé ekki að spila fyrir neinn.“ Það er ekki bara uppsetningin sem fer illa í O'Sullivan heldur sjálf snókerborðin sem honum finst engan vegin boðleg á svona móti. „Borðin eru hræðileg. Kúlan fer löturhægt í battann en skýst svo af honum mun hraðar. Þetta er næst stærsta mótið sem við spilum á og ég er í alvöru að hugsa um að nota ekki battana,“ sagði Ronnie O'Sullivan Íþróttir Mest lesið Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Fótbolti Einhenta undrið ekki í NBA Körfubolti Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Fótbolti Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Fótbolti FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Fótbolti „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deildin og Formúla 1 Sport Penninn á lofti í Keflavík Körfubolti Bonny til Inter Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Dagskráin í dag: Besta deildin og Formúla 1 Einhenta undrið ekki í NBA Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Penninn á lofti í Keflavík FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Norris á ráspól á morgun með yfirburðum Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga „Þvílík vika“ hjá Andreu Jamaíkamaður í hóp þeirra fljótustu í sögunni Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Breska meistaramótið í snóker, næst stærsta mót hvers árs á eftir heimsmeistaramótinu, stendur nú yfir í York á Englandi. Ronnie O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni, komst auðveldlega í þriðju umferð mótsins með 6-3 sigri á Peter Lines, en hann hafði ýmislegt um mótið að segja í viðtali eftir sigurinn. Þessi besti snókerspilari heims er afar ósáttur með aðbúnaðinn á mótinu og hvernig það er uppsett. Spilað er á fjórum borðum í einu, ekki tveimur, og hafa risar í sportinu fallið úr leik í fyrstu umferðunum. „Ég býst við að við sjáum fleiri óvænt úrslit þar til það verður byrjað að spila á tveimur borðum. Þetta er eins og að biðja Roger Federer um að spila á velli þrettán á Wimbledon fyrir framan þrjá menn og hund,“ sagði O'Sullivan í viðtali við BBC. „Ég sagði áður en mótið byrjaði að menn ættu eftir að sjá óvænt úrslit því það er spilað á fjórum borðum sem er ekki gott.“ „Aðstæður eru mjög erfiðar því maður spilar með bakið í áhorfendur. Manni líður því eins og maður sé ekki að spila fyrir neinn.“ Það er ekki bara uppsetningin sem fer illa í O'Sullivan heldur sjálf snókerborðin sem honum finst engan vegin boðleg á svona móti. „Borðin eru hræðileg. Kúlan fer löturhægt í battann en skýst svo af honum mun hraðar. Þetta er næst stærsta mótið sem við spilum á og ég er í alvöru að hugsa um að nota ekki battana,“ sagði Ronnie O'Sullivan
Íþróttir Mest lesið Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Formúla 1 Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Fótbolti Einhenta undrið ekki í NBA Körfubolti Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Fótbolti Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Fótbolti FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Fótbolti „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deildin og Formúla 1 Sport Penninn á lofti í Keflavík Körfubolti Bonny til Inter Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea áfram eftir tveggja klukkutíma töf og framlengingu Bonny til Inter Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Dagskráin í dag: Besta deildin og Formúla 1 Einhenta undrið ekki í NBA Leikur Chelsea og Benfica blásinn af Englendingar Evrópumeistarar eftir framlengdan leik Penninn á lofti í Keflavík FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn Palmeiras fyrsta liðið í átta liða úrslit Pogba orðinn leikmaður AS Monaco Norris á ráspól á morgun með yfirburðum Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Mikael mættur til að vinna titla með Djurgården: „Ég er sigurvegari sjálfur“ „Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga „Þvílík vika“ hjá Andreu Jamaíkamaður í hóp þeirra fljótustu í sögunni Stelpurnar unnu Svía 54 prósent líkur á að stelpurnar okkar komist í átta liða úrslitin á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Gæti fengið fjögurra ára bann fyrir að reyna að fá gult spjald Stelpurnar okkar dönsuðu af gleði inn í klefa eftir leik Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Besta fótboltakona heims lögð inn á sjúkrahús fimm dögum fyrir EM Olivier Giroud verður liðsfélagi Hákonar Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira