Innlent

Búast við stóraukinni umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reikna má með aukinni umferð á annatímum.
Reikna má með aukinni umferð á annatímum.
Leikskólar hafa flestir hverjir hafið göngu sína að nýju eftir sumarfrí og grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu taka til starfa í næstu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir ökumenn á að búast megi við stóraukinni umferð á morgnana og síðdegis af þessum sökum.

Lögregla hvetur ökumenn til að gera ráð fyrir þessu í tímaáætlunum sínum og ætlar á sama tíma að auka sýnilegt eftirlit á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins sérstaklega en einnig í íbúðahverfum í nágrenni við grunnskóla. Markmiðið er sem fyrr að minna ökumenn á að fara varlega í umferðinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×