Erlent

Mekka vann Stílkeppni Samfés

Félagsmiðstöðin Mekka í Kópavogi vann Stílkeppni Samfés sem fór fram í fimmta sinn í gærkvöld. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs afhenti verðlaunin. Í öðru sæti varð félagsmiðstöðin Setrið í Hafnarfirði og í þriðja sæti urðu einnig Kópavogsbúar, í félagsmiðstöðinni Igló. Félagsmiðstöðvar kepptu í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun með það að markmiði að hvetja unglinga til listsköpunar og að gefa þeim tækifæri til að nýta hæfileika sína á því sviði. Alls skráðu fjörtíu og tvö lið af öllu landinu sig til þátttöku og var unnið út frá þemanu - rusl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×