Erlent

Vildi senda höfuðið til tengdó

Karlmaður skar konu sína á háls og ætlaði að senda höfuð hennar í poka til tengdamóður sinnar því að konan vildi skilja við hann.

Þetta kemur fram á vefútgáfu Aftonbladet en réttarhöld standa yfir núna. Hjónin áttu tvo drengi saman, fjórtán og fimmtán ára. Þegar yngri drengurinn kom heim sá hann móðurina liggjandi í blóði sínu inni á hjónarúmi. Hann hljóp grátandi til bróður síns.

Fréttirnar komu eldri drengnum á óvart þó að faðir hans hefði áður lýst fyrirætlan sinni á gönguferð þeirra. Drengirnir vitna nú gegn föður sínum í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×