Innlent

Kennari í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa keypt vændi af 14 ára pilti

Maðurinn starfaði sem kennari í Fjölbrautarskóla Vesturlands frá árinu 1977. Mynd/Pjetur.
Maðurinn starfaði sem kennari í Fjölbrautarskóla Vesturlands frá árinu 1977. Mynd/Pjetur.
Menntaskólakennari um sextugt var í byrjun árs í Héraðsdómi Vesturlands dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa keypt vændi af fjórtán ára gömlum pilti. Dómur var kveðinn upp í málinu á síðasta ári en Hæstiréttur ómerkti hann og vísaði málinu aftur heim í hérað. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa kynferðismök við piltinn í tvö aðgreind skipti árið 2011 og greitt honum fyrir. Auk fangelsisvistarinnar þarf kennarinn að greiða piltinum 600 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×