Erlent

Ljós við enda ganganna

"Í góðum höndum". Merkel kanslari stappar stálinu í þjóð sína á iðnþingi í Düsseldorf á föstudag.
"Í góðum höndum". Merkel kanslari stappar stálinu í þjóð sína á iðnþingi í Düsseldorf á föstudag.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lét hafa eftir sér í gær að hún vonaðist til að sýna Þjóðverjum "ljósið við enda ganganna" er hin nýja ríkisstjórn hennar einhendir sér í að snúa gangi efnahagslífsins aftur til betri vegar.

Merkel tjáði götublaðinu Bild að hún ætlaðist til að stjórnin, samsteypustjórn íhalds- og jafnaðarmanna, yrði dæmd af verkum sínum, einkum hvernig henni tækist til við að draga úr atvinnuleysinu, sem nú er um ellefu prósent í þessu mesta efnahagsveldi Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×