Erlent

Lögreglan í Baku beitti valdi

Lögreglan í Baku, höfuðborg Aserbaidsjan, þurfti að hafa hendur í hári fjölda mótmælenda sem safnaðist saman til að krefjast þess að endurkosningar færu fram í landinu. Þetta var í fyrsta sinn síðan kosningarnar fóru fram þann 6. nóvember sem lögreglan þurfti að beita mótmælendur valdi. Halda þeir því fram að brögð hafi verið í tafli við talningu atkvæðanna. -fb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×