Erlent

Sænskur hermaður lést

Sænskur hermaður lést af sárum sínum í gær eftir að hann lenti í sprengjuárás í Afganistan á föstudag. Þrír sænskir hermenn til viðbótar særðust í árásinni. Einn þeirra var alvarlega særður en hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsl. Hermennirnir voru í bíl sem var á ferð um borgina Mazar-e-Sharif í norðurhluta Afganistans þegar sprengjan sprakk. Tveir óbreyttir borgarar særðust einnig í árásinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×