Erlent

Fjöldi homma handtekinn

Tuttugu og tveir samkynhneigðir arabískir karlmenn voru handteknir í fjöldabrúðkaupi samkynhneigðra í Dubai, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér hormónameðferð, fimm ára fangelsisvist og hýðingu fyrir athæfi sitt.

Samkynhneigð hegðun á almannafæri er bönnuð samkvæmt lögum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Yfirvöld í landinu óttast að fjöldabrúðkaup samkynhneigðra séu orsök aukinna vestrænna áhrifa í landinu og reyna þau nú allt til að stöðva þessa þróun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×