Umfjöllun: Hólmar Örn afgreiddi meistarana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. maí 2009 15:58 Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmark Keflavíkur í kvöld. Mynd/Anton Hólmar Örn Rúnarsson tryggði Keflavík öll stigin á móti FH í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla. Keflavík vinnur því ríkjandi Íslandsmeistara annað árið í röð í fyrsta leik á heimavelli. Leikurinn fór fram við afar erfiðar aðstæður á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Hávaðarok, rigning og þungur völlur. Leikmönnum ber þó að hrósa fyrir ágætis knattspyrnu miðað við aðstæður. Vendipunktur leiksins varð á 20. mínútu er Davíð Þór Viðarsson togaði Hauk Inga Guðnason niður og var vikið af velli með rautt spjald. 70 mínútur eftir og erfitt verkefni beið FH-inga á erfiðum velli. Þeir héldu þó út fyrri hálfleikinn og fengu ekki á sig nein hættuleg færi. Næst komst Keflavík að skora úr aukaspyrnunni sem þeir fengu er Davíð var sendur í bað. Haukur tók hana, setti boltann upp í markhornið en Daði Lárusson varði glæsilega en hann átti mjög góðan leik í kvöld. FH-ingar fengu líklega besta færi hálfleiksins er besti útileikmaður liðsins, Atli Guðnason, náði flottu skoti í teignum sem Lasse Jörgensen mátti hafa sig allan við að verja. Síðari hálfleikur fór hægt af stað. Keflvíkingar merkilega rólegir í tíðinni og tíu leikmenn FH stýrðu leiknum. Það kom því nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti er Hólmar kom þeim yfir. Simun hafði skeiðað upp völlinn, lagði boltann í teiginn. Pétur Viðarsson hreinsaði en boltinn fór á Hólmar sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. FH-ingar börðust hetjulega, gerðu hvað þeir gátu en sóknarleikur þeirra var bitlaus og ómarkviss. Þeir fóru illa með fín aukaspyrnufæri og skutu í þrígang hátt yfir markið. Í tvígang gleymdu þeir sér í vörninni, Keflvíkingar fengu dauðafæri en Daði varði vel í bæði skiptin. Þess utan gekk Keflavík bölvanlega að skapa sér færi í leiknum. Það voru samt þeir sem fögnuðu innilega í lokin. Búið að moka yfir Grýlu síðasta sumars að þeirra mati og augljóslega þungu fargi létt af leikmönnum sem og þjálfara liðsins. Keflavík-FH 1-01-0 Hólmar Örn Rúnarsson (54.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 1.272 Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Skot (á mark): 8-13 (5-4)Varin skot: Lasse 4 - Daði 4Horn: 6-5Aukaspyrnur fengnar: 19-16Rangstöður: 8-3 Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 Símun Samuelsen 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Jóhann B. Guðmundsson 5 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 (90., Einar Einarsson -) Haukur Ingi Guðnason 6 (67., Hörður Sveinsson 5) FH (4-3-3) Daði Lárusson 8 - Maður leiksinsGuðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Davíð Þór Viðarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 (78., Björn Sverrisson -) Matthías Guðmundsson 4 (57., Alexander Söderlund 4) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 4 (78., Hákon Hallfreðsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hólmar: Kominn tími á mark frá mér „Þessi sigur skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Sérstaklega þar sem við erum með tiltölulega nýtt lið í höndunum. Það er ekki til meiri hvatning fyrir framhaldið en sigur gegn meisturunum í fyrsta leik," sagði Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði eina mark leiksins á Sparisjóðsvellinum í kvöld. 11. maí 2009 21:41 Haukur Ingi: Heilsan ekki verið svona góð í fimm ár Það gladdi stuðningsmenn Keflavíkur mjög í kvöld að sjá Hauk Inga Guðnason aftur í Keflavíkurtreyju. Haukur Ingi var sprækur í leiknum en fór af velli á 67. mínútu. 11. maí 2009 21:58 Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus „Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld. 11. maí 2009 21:49 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Hólmar Örn Rúnarsson tryggði Keflavík öll stigin á móti FH í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla. Keflavík vinnur því ríkjandi Íslandsmeistara annað árið í röð í fyrsta leik á heimavelli. Leikurinn fór fram við afar erfiðar aðstæður á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Hávaðarok, rigning og þungur völlur. Leikmönnum ber þó að hrósa fyrir ágætis knattspyrnu miðað við aðstæður. Vendipunktur leiksins varð á 20. mínútu er Davíð Þór Viðarsson togaði Hauk Inga Guðnason niður og var vikið af velli með rautt spjald. 70 mínútur eftir og erfitt verkefni beið FH-inga á erfiðum velli. Þeir héldu þó út fyrri hálfleikinn og fengu ekki á sig nein hættuleg færi. Næst komst Keflavík að skora úr aukaspyrnunni sem þeir fengu er Davíð var sendur í bað. Haukur tók hana, setti boltann upp í markhornið en Daði Lárusson varði glæsilega en hann átti mjög góðan leik í kvöld. FH-ingar fengu líklega besta færi hálfleiksins er besti útileikmaður liðsins, Atli Guðnason, náði flottu skoti í teignum sem Lasse Jörgensen mátti hafa sig allan við að verja. Síðari hálfleikur fór hægt af stað. Keflvíkingar merkilega rólegir í tíðinni og tíu leikmenn FH stýrðu leiknum. Það kom því nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti er Hólmar kom þeim yfir. Simun hafði skeiðað upp völlinn, lagði boltann í teiginn. Pétur Viðarsson hreinsaði en boltinn fór á Hólmar sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. FH-ingar börðust hetjulega, gerðu hvað þeir gátu en sóknarleikur þeirra var bitlaus og ómarkviss. Þeir fóru illa með fín aukaspyrnufæri og skutu í þrígang hátt yfir markið. Í tvígang gleymdu þeir sér í vörninni, Keflvíkingar fengu dauðafæri en Daði varði vel í bæði skiptin. Þess utan gekk Keflavík bölvanlega að skapa sér færi í leiknum. Það voru samt þeir sem fögnuðu innilega í lokin. Búið að moka yfir Grýlu síðasta sumars að þeirra mati og augljóslega þungu fargi létt af leikmönnum sem og þjálfara liðsins. Keflavík-FH 1-01-0 Hólmar Örn Rúnarsson (54.) Keflavíkurvöllur. Áhorfendur: 1.272 Dómari: Kristinn Jakobsson (7) Skot (á mark): 8-13 (5-4)Varin skot: Lasse 4 - Daði 4Horn: 6-5Aukaspyrnur fengnar: 19-16Rangstöður: 8-3 Keflavík (4-4-2)Lasse Jörgensen 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 7 Brynjar Guðmundsson 6 Símun Samuelsen 5 Hólmar Örn Rúnarsson 7 Jón Gunnar Eysteinsson 5 Jóhann B. Guðmundsson 5 Magnús Sverrir Þorsteinsson 6 (90., Einar Einarsson -) Haukur Ingi Guðnason 6 (67., Hörður Sveinsson 5) FH (4-3-3) Daði Lárusson 8 - Maður leiksinsGuðmundur Sævarsson 6 Pétur Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Davíð Þór Viðarsson 4 Matthías Vilhjálmsson 6 Tryggvi Guðmundsson 6 (78., Björn Sverrisson -) Matthías Guðmundsson 4 (57., Alexander Söderlund 4) Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 4 (78., Hákon Hallfreðsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hólmar: Kominn tími á mark frá mér „Þessi sigur skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Sérstaklega þar sem við erum með tiltölulega nýtt lið í höndunum. Það er ekki til meiri hvatning fyrir framhaldið en sigur gegn meisturunum í fyrsta leik," sagði Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði eina mark leiksins á Sparisjóðsvellinum í kvöld. 11. maí 2009 21:41 Haukur Ingi: Heilsan ekki verið svona góð í fimm ár Það gladdi stuðningsmenn Keflavíkur mjög í kvöld að sjá Hauk Inga Guðnason aftur í Keflavíkurtreyju. Haukur Ingi var sprækur í leiknum en fór af velli á 67. mínútu. 11. maí 2009 21:58 Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus „Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld. 11. maí 2009 21:49 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Hólmar: Kominn tími á mark frá mér „Þessi sigur skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Sérstaklega þar sem við erum með tiltölulega nýtt lið í höndunum. Það er ekki til meiri hvatning fyrir framhaldið en sigur gegn meisturunum í fyrsta leik," sagði Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði eina mark leiksins á Sparisjóðsvellinum í kvöld. 11. maí 2009 21:41
Haukur Ingi: Heilsan ekki verið svona góð í fimm ár Það gladdi stuðningsmenn Keflavíkur mjög í kvöld að sjá Hauk Inga Guðnason aftur í Keflavíkurtreyju. Haukur Ingi var sprækur í leiknum en fór af velli á 67. mínútu. 11. maí 2009 21:58
Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus „Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld. 11. maí 2009 21:49