Fótbolti

Athugasemd vegna fréttar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson. Mynd/Stefán
Vegna fréttar um meiðsli Veigs Páls Gunnarssonar knattspyrnumann sem birtist þann 9. maí síðastliðinn vill hann koma eftirfarandi athugasemd á framfæri.

Veigar Páll hlaut ekki ranga greiningu hjá læknum íslenska landsliðsins þegar hann æfði með liðinu fyrir landsleik Skotlands og Íslands um þarsíðustu mánaðamót.

Hið rétta er að meiðslin voru ekki greind fyrr en hann sneri aftur til Frakklands þar sem hann leikur með úrvalsdeildarfélaginu Nancy. Þá fyrst lét hann lækna skoða sig með tilliti til hugsanlegra meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×