Coppell styður Ívar 29. október 2005 13:14 MYND/Getty Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Steve Coppell, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist fullkomlega sáttur við þá ákvörðun Ívars Ingimarssonar að gefa kost á sér í íslenska landsliðið á ný. Coppell sýnir ákvörðun Ívars mikinn skilning en hann dró sig út úr landsliðshópnum í ágúst 2004 þar sem landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki valið hann reglulega í byrjunarliðið. "Þetta er algerlega hans ákvörðun. Þegar hann sagðist ekki vilja spila með landsliðinu skildi ég það vel. Hann taldi að hann yrði fastur á varamannabekknum hvernig sem færi. Hann var mjög vonsvikinn en ef hann vill snúa aftur í landsliðið núna þá styð ég hann 100%." segir Coppell í viðtali við heimasíðu Reading. Ívar hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Reading að undanförnu. Um síðustu helgi fékk hann 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í 1-0 sigri á Stoke og í lýsingu á leik hans í umfjöllun á heimasíðu Reading er Ívar sagður "enn og aftur sýna mikinn stöðugleika í leik sínum." Ívar verður án efa byrjunarliðsmaður í liði nýja landsliðsþjálfarans Eyjólfs Sverrissonar sem tók við landsliðinu af þeim Ásgeiri og Loga á dögunum en hann notaði tækifærið og gaf opinberlega kost á sér í landsliðið á ný þegar ljóst var að Ásgeir og Logi yrðu ekki áfram með landsliðið. Í september í fyrra sagði Ívar m.a. eftirfarandi í yfirlýsingu sem hann birti í Morgunblaðinu; ,,"Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins..." Ennfremur sagði Ívar; "Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta fimmta stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira