Enski boltinn

O'Shea ekki ánægður með Mancini

O'Shea lék lengi með Man. Utd.
O'Shea lék lengi með Man. Utd.
John O'Shea, varnarmaður Sunderland og fyrrum leikmaður Man. Utd, er ekki ánægður með þau ummæli Roberto Mancini, stjóra Man. City, að Man. Utd eigi fram undan auðveldan leik gegn Sunderland á sunnudag.

"Trúið mér að leikmenn Man. City vita það manna best að það er ekki auðvelt að mæta okkur," sagði O'Shea en Sunderland tók fjögur stig gegn City í vetur.

"Við hefðum reyndar átt að vinna báða leikina. Mancini er augljóslega í einhverju sálfræðistríði en það er samt lélegt að efast um heilindi liða í úrvalsdeildinni. Það er óþarfi af honum að haga sér svona."

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×