Valur hirti toppsætið af HK 22. október 2006 12:15 Valsmenn unnu HK í gær með tveggja markamun í kaflaskiptum leik. Valsmenn voru mun betri í þeim fyrri en HK-ingar sýndu frábær tilþrif í seinni hálfleik og voru fljótir að minnka muninn. Lokamínútur leiksins voru æsilegar þar sem dómgæslan spilaði óþarfa stórt hlutverk. Leikmenn Vals fóru á kostum fyrstu 15 mínútur leiksins og sýndu þá að í þeim býr án efa besta lið landsins. Ingvar Árnason og Ægir Jónsson virtust nánast óbugandi í miðju varnarinnar og Ernir Arnarson sýndi að hann getur skorað mörk í öllum regnbogans litum. HK komst aðeins inn í leikinn um miðjan hálfleikinn en Valsmenn stungu þá aftur af og náðu sex marka forskoti fyrir hlé. HK var svo ekki nema 12 mínútur að minnka muninn í eitt mark og þótti mönnum það ótrúleg sjón miðað við hvað á gekk á undan. Hlynur Jóhannsson var kominn í markið og varði nokkra góða bolta ásamt því að Valdimar Þórsson fór í gang og skoraði fimm af fyrstu átta mörkum HK í seinni hálfleik. Eftir þetta var jafnræði með liðunum fram á síðustu mínútu og staðan 25-25. Valsmenn skora síðustu tvö mörk leiksins eftir að þeim er dæmt víti í fyrra markinu og Augustas Strazdas er vikið af velli. Strazdas virtist hirða boltann af Elvari Friðrikssyni löglega en var dæmdur brotlegur. Í næstu sókn gerði Ingvar það nákvæmlega sama við Ólaf Ragnarsson en ekkert var dæmt. Hann skoraði svo auðveldlega úr hraðaupphlaupinu. Ef þessi dómur hér í lokin er rangur þá er það klárlega það sem ræður úrslitum, sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. En sennilega lágu okkar mistök í því hversu illa við byrjum í leiknum. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur og vörnin ekki góð. Í seinni hálfleik náðum við okkur á strik en fengum því miður ekkert fyrir það. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, viðurkenndi að dómurinn umdeildi var strangur. En dómgæslan færði okkur ekki sigurinn hér í dag. Í þrígang voru við dæmdir brotlegir þegar við náðum boltanum af þeim löglega og það hefði getað orðið dýrkeypt þegar Elvar fékk brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir. Hann segir að fyrri hálfleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið góður. Líklega okkar besti hálfleikur í langan tíma. En í þeim síðari vorum við einfaldlega bara kaldir og það má ekki gegn HK. Ingvar Árnason átti frábæran leik fyrir Val. Hann stóð vaktina vel í vörninni og var drjúgur í sóknarleiknum í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk úr sex tilraunum og fiskaði þar að auki þrjú víti. Hann stal líka boltanum svo laglega í síðustu sókn HK og tryggði þar með Val sigurinn. Íþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira
Valsmenn unnu HK í gær með tveggja markamun í kaflaskiptum leik. Valsmenn voru mun betri í þeim fyrri en HK-ingar sýndu frábær tilþrif í seinni hálfleik og voru fljótir að minnka muninn. Lokamínútur leiksins voru æsilegar þar sem dómgæslan spilaði óþarfa stórt hlutverk. Leikmenn Vals fóru á kostum fyrstu 15 mínútur leiksins og sýndu þá að í þeim býr án efa besta lið landsins. Ingvar Árnason og Ægir Jónsson virtust nánast óbugandi í miðju varnarinnar og Ernir Arnarson sýndi að hann getur skorað mörk í öllum regnbogans litum. HK komst aðeins inn í leikinn um miðjan hálfleikinn en Valsmenn stungu þá aftur af og náðu sex marka forskoti fyrir hlé. HK var svo ekki nema 12 mínútur að minnka muninn í eitt mark og þótti mönnum það ótrúleg sjón miðað við hvað á gekk á undan. Hlynur Jóhannsson var kominn í markið og varði nokkra góða bolta ásamt því að Valdimar Þórsson fór í gang og skoraði fimm af fyrstu átta mörkum HK í seinni hálfleik. Eftir þetta var jafnræði með liðunum fram á síðustu mínútu og staðan 25-25. Valsmenn skora síðustu tvö mörk leiksins eftir að þeim er dæmt víti í fyrra markinu og Augustas Strazdas er vikið af velli. Strazdas virtist hirða boltann af Elvari Friðrikssyni löglega en var dæmdur brotlegur. Í næstu sókn gerði Ingvar það nákvæmlega sama við Ólaf Ragnarsson en ekkert var dæmt. Hann skoraði svo auðveldlega úr hraðaupphlaupinu. Ef þessi dómur hér í lokin er rangur þá er það klárlega það sem ræður úrslitum, sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari HK. En sennilega lágu okkar mistök í því hversu illa við byrjum í leiknum. Sóknarleikurinn var tilviljunarkenndur og vörnin ekki góð. Í seinni hálfleik náðum við okkur á strik en fengum því miður ekkert fyrir það. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, viðurkenndi að dómurinn umdeildi var strangur. En dómgæslan færði okkur ekki sigurinn hér í dag. Í þrígang voru við dæmdir brotlegir þegar við náðum boltanum af þeim löglega og það hefði getað orðið dýrkeypt þegar Elvar fékk brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir. Hann segir að fyrri hálfleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið góður. Líklega okkar besti hálfleikur í langan tíma. En í þeim síðari vorum við einfaldlega bara kaldir og það má ekki gegn HK. Ingvar Árnason átti frábæran leik fyrir Val. Hann stóð vaktina vel í vörninni og var drjúgur í sóknarleiknum í seinni hálfleik. Skoraði sex mörk úr sex tilraunum og fiskaði þar að auki þrjú víti. Hann stal líka boltanum svo laglega í síðustu sókn HK og tryggði þar með Val sigurinn.
Íþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim Sjá meira