Erlent

Verjast bráðnun með jöklaábreiðu

Forsvarsmenn skíðasvæðis í Svissnesku-Ölpunum hafa gripið til óhefðbundins ráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir mikla bráðnun jöklanna á svæðinu í sumarhitunum. Þeir hafa hulið hluta þeirra með risastórri plastábreiðu sem endurkastar sólargeislunum og kemur þannig í veg fyrir bráðnun. Svisslendingar fara ekki varhluta af hlýnandi loftslagi frekar en aðrir jarðarbúar en það hefur m.a. leitt til þess að snjóalög í Ölpunum hafa minnkað töluvert og þar af leiðandi skíðasvæðin sjálf. Ábreiðan nær yfir þrjú til fjögur þúsund fermetra svæði og ef þessi tilraun tekst vel er reiknað með að slíkar ábreiður verði notaðar víðar í Ölpunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×