Innlent

60 teknir fyrir of hraðan akstur

Tæplega 60 manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um helgina. Einn ökumaðu rmældist á rúmlega 130 km hraða en hann var á pallbíl og samkvæmt lögum má hann ekki keyra hraðar en á 80 km hraða. Hann á von á hárri sekt vegna athæfisins eða um 40 þúsund króna sekt. Greiði hann innan mánaðar lækkar sektin um 10 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×