Frakkar banna matarsóun með lögum Svavar Hávarðsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Verslunareigendum er einfaldlega bannað að henda nothæfum mat. Fréttablaðið/vilhelm félagsmál Frakkland er fyrsta ríkið í heiminum sem bannar stórmörkuðum með öllu að henda eða eyðileggja óselda matvöru, og skylda eigendur þeirra til að gefa hana alla til góðgerðasamtaka eða matarbanka. Þetta er gert í krafti laga sem franska þingið samþykkti einróma, og innan fárra daga verður stórum matvöruverslunum bannað með öllu að henda mat, til dæmis miklu magni sem áður var hent þegar nálgaðist síðasta söludag. Í krafti þessarar lagasetningar liggur fyrir að góðgerðasamtök geta veitt bágstöddum mun fleiri máltíðir, svo skiptir milljónum árlega. Lagasetningin er tilkomin vegna herferðar þar sem almenningur, baráttufólk gegn fátækt og matarsóun kom saman. Þessi fjölmenni hópur vonast nú til að geta talið fleiri ríki innan Evrópusambandsins á að gera slíkt hið sama. Eigendur verslana sem eru 400 fermetrar að gólffleti eða stærri eru nú skyldugir til að undirrita samninga við góðgerðasamtök um að koma matnum til þeirra sem hans þurfa sárlega. Ef ekki geta þeir átt yfir höfði sér þunga refsingu – sektir um allt að tíu milljónir íslenskra króna eða tveggja ára fangelsi. Hingað til hafa franskir matarbankar fengið um 100 þúsund tonn af mat gefins; þar af 35 þúsund tonn frá stórmörkuðum og stærri verslunum. Lögin þýða að ef þetta magn vex um 15 prósent þá verður hægt að veita bágstöddum tíu milljónum máltíða fleiri en hingað til. Lögin eru ekki síður talin mikilvæg vegna þess að framleiðendur geta nú gefið umframframleiðslu beint til góðgerðasamtaka, en áður var það flókið ferli og tafsamt – einkum ef varan var sérmerkt einstökum verslunum. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
félagsmál Frakkland er fyrsta ríkið í heiminum sem bannar stórmörkuðum með öllu að henda eða eyðileggja óselda matvöru, og skylda eigendur þeirra til að gefa hana alla til góðgerðasamtaka eða matarbanka. Þetta er gert í krafti laga sem franska þingið samþykkti einróma, og innan fárra daga verður stórum matvöruverslunum bannað með öllu að henda mat, til dæmis miklu magni sem áður var hent þegar nálgaðist síðasta söludag. Í krafti þessarar lagasetningar liggur fyrir að góðgerðasamtök geta veitt bágstöddum mun fleiri máltíðir, svo skiptir milljónum árlega. Lagasetningin er tilkomin vegna herferðar þar sem almenningur, baráttufólk gegn fátækt og matarsóun kom saman. Þessi fjölmenni hópur vonast nú til að geta talið fleiri ríki innan Evrópusambandsins á að gera slíkt hið sama. Eigendur verslana sem eru 400 fermetrar að gólffleti eða stærri eru nú skyldugir til að undirrita samninga við góðgerðasamtök um að koma matnum til þeirra sem hans þurfa sárlega. Ef ekki geta þeir átt yfir höfði sér þunga refsingu – sektir um allt að tíu milljónir íslenskra króna eða tveggja ára fangelsi. Hingað til hafa franskir matarbankar fengið um 100 þúsund tonn af mat gefins; þar af 35 þúsund tonn frá stórmörkuðum og stærri verslunum. Lögin þýða að ef þetta magn vex um 15 prósent þá verður hægt að veita bágstöddum tíu milljónum máltíða fleiri en hingað til. Lögin eru ekki síður talin mikilvæg vegna þess að framleiðendur geta nú gefið umframframleiðslu beint til góðgerðasamtaka, en áður var það flókið ferli og tafsamt – einkum ef varan var sérmerkt einstökum verslunum.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira