Frakkar banna matarsóun með lögum Svavar Hávarðsson skrifar 8. febrúar 2016 07:00 Verslunareigendum er einfaldlega bannað að henda nothæfum mat. Fréttablaðið/vilhelm félagsmál Frakkland er fyrsta ríkið í heiminum sem bannar stórmörkuðum með öllu að henda eða eyðileggja óselda matvöru, og skylda eigendur þeirra til að gefa hana alla til góðgerðasamtaka eða matarbanka. Þetta er gert í krafti laga sem franska þingið samþykkti einróma, og innan fárra daga verður stórum matvöruverslunum bannað með öllu að henda mat, til dæmis miklu magni sem áður var hent þegar nálgaðist síðasta söludag. Í krafti þessarar lagasetningar liggur fyrir að góðgerðasamtök geta veitt bágstöddum mun fleiri máltíðir, svo skiptir milljónum árlega. Lagasetningin er tilkomin vegna herferðar þar sem almenningur, baráttufólk gegn fátækt og matarsóun kom saman. Þessi fjölmenni hópur vonast nú til að geta talið fleiri ríki innan Evrópusambandsins á að gera slíkt hið sama. Eigendur verslana sem eru 400 fermetrar að gólffleti eða stærri eru nú skyldugir til að undirrita samninga við góðgerðasamtök um að koma matnum til þeirra sem hans þurfa sárlega. Ef ekki geta þeir átt yfir höfði sér þunga refsingu – sektir um allt að tíu milljónir íslenskra króna eða tveggja ára fangelsi. Hingað til hafa franskir matarbankar fengið um 100 þúsund tonn af mat gefins; þar af 35 þúsund tonn frá stórmörkuðum og stærri verslunum. Lögin þýða að ef þetta magn vex um 15 prósent þá verður hægt að veita bágstöddum tíu milljónum máltíða fleiri en hingað til. Lögin eru ekki síður talin mikilvæg vegna þess að framleiðendur geta nú gefið umframframleiðslu beint til góðgerðasamtaka, en áður var það flókið ferli og tafsamt – einkum ef varan var sérmerkt einstökum verslunum. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
félagsmál Frakkland er fyrsta ríkið í heiminum sem bannar stórmörkuðum með öllu að henda eða eyðileggja óselda matvöru, og skylda eigendur þeirra til að gefa hana alla til góðgerðasamtaka eða matarbanka. Þetta er gert í krafti laga sem franska þingið samþykkti einróma, og innan fárra daga verður stórum matvöruverslunum bannað með öllu að henda mat, til dæmis miklu magni sem áður var hent þegar nálgaðist síðasta söludag. Í krafti þessarar lagasetningar liggur fyrir að góðgerðasamtök geta veitt bágstöddum mun fleiri máltíðir, svo skiptir milljónum árlega. Lagasetningin er tilkomin vegna herferðar þar sem almenningur, baráttufólk gegn fátækt og matarsóun kom saman. Þessi fjölmenni hópur vonast nú til að geta talið fleiri ríki innan Evrópusambandsins á að gera slíkt hið sama. Eigendur verslana sem eru 400 fermetrar að gólffleti eða stærri eru nú skyldugir til að undirrita samninga við góðgerðasamtök um að koma matnum til þeirra sem hans þurfa sárlega. Ef ekki geta þeir átt yfir höfði sér þunga refsingu – sektir um allt að tíu milljónir íslenskra króna eða tveggja ára fangelsi. Hingað til hafa franskir matarbankar fengið um 100 þúsund tonn af mat gefins; þar af 35 þúsund tonn frá stórmörkuðum og stærri verslunum. Lögin þýða að ef þetta magn vex um 15 prósent þá verður hægt að veita bágstöddum tíu milljónum máltíða fleiri en hingað til. Lögin eru ekki síður talin mikilvæg vegna þess að framleiðendur geta nú gefið umframframleiðslu beint til góðgerðasamtaka, en áður var það flókið ferli og tafsamt – einkum ef varan var sérmerkt einstökum verslunum.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira