Innlent

Sækja örmagna göngukonur á Fimmvörðuháls

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konurnar eru staddar skammt frá gígunum Magna og Móða á Fimmvörðuhálsi.
Konurnar eru staddar skammt frá gígunum Magna og Móða á Fimmvörðuhálsi. mynd/loftmyndir
Tuttugu björgunarsveitarmenn á Suðurlandi eru nú á leið á Fimmvörðuháls til að aðstoða tvær franskar göngukonur sem þar eru staddar. Konurnar eru 23 og 24 ára gamlar og eru orðnar mjög kaldar og blautar að sögn Ágústs Leós Sigurðssonar hjá svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurlandi.

„Þær eru staddar í námunda við gígana Magna og Móða og eru búnar að koma sér fyrir í tjaldi þar sem þær bíða eftir að við komum til þeirra. Þær eru orðnar örmagna og treysta sér ekki til að labba lengra,“ segir Ágúst í samtali við Vísi.

Hann segir útkallið hafa komið um klukkan hálftólf og að björgunarsveitarmenn fari nú að koma að konunum tveimur hvað og hverju.

Aðspurður hvernig veður sé nú á Fimmvörðuhálsi segir Ágúst að þar sé rigning og þokusúld og ekki gott skyggni.

Fyrst var greint frá málinu á mbl.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×