Innlent

Ungliðar mótmæltu álverframkvæmdum

Ungliðar gegn stóriðju mótmæltu byggingu álvers á Bakka við Húsavík, á skrifstofum Alcoa á Suðurlandsbraut í dag. Lögregla fjarlægði ungliðana af skrifstofunum eftir skamma en hávaðasama viðveru þeirra þar.

Um tuttugu ungir mótmælendur á skrifstofum Alcoa en þeir krefjast þess að ekkert álver verði reist á Norðurlandi, að fallið verði frá stóriðjuframkvæmdum á Íslandi og að framkvæmdum við Kárahnjúka veri hætt. Ungmenninn voru með hávaða og læti inn á skrifstofnum og var hringt var á lögreglu eftir aðstoð.

Erna Indriðadóttir, kynningarstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir gott að ungt fólk hafi áhuga á framtíðinni og nýti sér rétt sinn til að láta í sér heyra. Hún segir þó betra að það sér gert utan veggja skrifstofunnar svo starfsmenn fái vinnufrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×