Innlent

Steggjun endaði á toppi byggingarkrana

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Maðurinn hékk úr krana í dag
Maðurinn hékk úr krana í dag
Margir ráku upp stór augu þegar maður sást hangandi niður úr byggingarkrana í Hafnarfirði fyrir stuttu.

„Það var nú bara steggjun í gangi,“ segir maður úr hópi þeirra sem sáu um steggjun vinar síns í dag.

„Hann var hífður upp í fullum öryggisbúnaði og enginn hlaut skaða af,“ segir maðurinn jafnframt.

Hluti hópsins sem stóð að steggjun vinar síns vinnur í byggingariðnaði og þannig höfðu þeir félagar aðgang að krananum.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að fimm lögreglubílar hefðu mætt á svæðið þegar verið var að hífa manninn niður. Félagi mannsins sem verið var að steggja kannaðist þó ekki við þann mikla viðbúnað sem lýst var í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×