Erlent

Bandarískur gísl látinn laus í Pakistan

John Solecki, deildarstjóra hjá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, var rænt í Quetta. Mynd/ AFP.
John Solecki, deildarstjóra hjá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, var rænt í Quetta. Mynd/ AFP.
Bandarískur yfirmaður hjá Sameinuðu þjóðunum, sem var rænt í Pakistan fyrir tveimur mánuðum, hefur verið látinn laus og er heill á húfi. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir lögreglunni í Pakistan og talskonu Sameinuðu þjóðanna.

John Solecki, deildarstjóra hjá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, var rænt í Quetta, höfuðborg Baluchistanhéraðsins í Pakistan, annan febrúar. Bílstjóri hans var myrtur á sama tíma. Ekkert mannrán á vestrænum borgara hefur verið eins áberandi síðan 2002 en þá var blaðamanninum Daniel Pearl var rænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×