Erlent

Forsætisráðherra Dana biðst lausnar á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Fogh Rasmussen tekur við af Jaap de Hoop Scheffer. Mynd/ AFP.
Anders Fogh Rasmussen tekur við af Jaap de Hoop Scheffer. Mynd/ AFP.
Anders Fogh Rasmussen, nýskipaður framkvæmdastóri NATO, mun ganga fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar á morgun og biðjast lausnar sem forsætisráðherra. „Á sama tíma mun ég leggja til að Lars Løkke Rasmussen verði skipaður eftirmaður minn," er haft eftir Anders Fogh í dönsku pressunni.

Þótt Anders Fogh Rasmussen sé ánægður með nýja starfið sitt hjá NATO viðurkennir hann að hann muni kveðja forsætisráðherraembættið með söknuði. „Það er fyrst núna að ég er farinn að átta mig á því að það er líka erfitt að þurfa að kveðja forsætisráðherraembættið, sem ég hef haft svo gaman af að sinna í sjö og hálft ár. En þetta er spennandi alþjóðleg vinna sem ég hef tekið að mér. Og svo kann ég því líka betur að vinna en að tapa eins og flestir íþróttamenn, þannig að ég leyni því ekki að ég er ánægður með atburði dagsins," sagði Anders Fogh í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×