Erlent

Obama vill fara óhefðibundnar leiðir í orkumálum

Barack Obama Bandaríkjaforseti er áhugsamur um að koma til Íslands og lét það í ljós í viðræðum við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í gær. Forsetanum verður boðið til Íslands við fyrsta tækifæri.

Utanríkiráðherra segist hafa rætt oftsinnis við Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi NATO í Frakklandi og Þýskalandi. „Reyndar í fyrsta skiptið sem við hittumst í gær þá kom hann rakleiðis til mín þegar fundurinn hófst og heilsaði mér og sagði að hann langaði mjög til þess að koma til Íslands þannig að ég geri ráð fyrir því að við tökum því fagnandi og eftir að ég kem heim þá munu íslensk stjórnvöld formlega bjóða honum til Íslands og það verður síðan hans og hans liðs að finna tíma fyrir það. En það er alveg ljóst að hann hefur til dæmis alveg sérstakan áhuga á því að skoða með hvaða hætti við beitum okkur í nýtingu jarðorku."

Össur segir að í kosningabaráttunni hafi Obama lýst sérstökum áhuga á að fara óhefðbundnar leiðir í orkumálum og nefndt jarðvarama. Miklu fé verði veitt í slík verkefni. „En nú er kominn forseti sem hefur þetta beinlínis á sinni dagskrá. Og hann veit af Íslandi. Hann þekkir getu Íslendinga og bersýnilega langar til að kynna sér það af eigin raun og ég vona að það verði tækifæri til þess þegar honum gefst stund milli stríða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×