LÍÚ mun bregðast við með aðgerðum 4. apríl 2009 04:30 Sjómenn eru samtaka þegar þeir gera að þeim gula en miklar deilur eru um það hvernig staðið skuli að því að sækja hann. fréttablaðið/jón sigurður Verulegur ágreiningur er um hina svokölluðu fyrningarleið milli stjórnarflokkanna og útgerðarmanna. „Ég bara trúi því ekki að þeir muni fara þessa leið, ég hef meiri trú á skynsemi sjávarútvegsráðherra en svo,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ). Spurður hvort LÍÚ muni bregðast við með einhverjum aðgerðum verði þessi leið farin segir hann: „Já, við munum örugglega gera það en ég á bara alls ekki von á því að nokkur ábyrgur stjórnmálamaður muni láta verða af þessu.“ Formenn og aðrir fulltrúar þingflokkanna ræddu hver á eftir öðrum við stjórnarmenn LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF) á fundum í gær og gerðu grein fyrir stefnum sínum í sjávarútvegsmálum. Báðir stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir stefni að því að innkalla aflaheimildirnar en LÍÚ hefur sagt slíkt ríða sjávarútvegsfyrirtækjunum að fullu og jafnvel svo að bankarnir fylgi með í fallinu. „Við höfum ekkert útfært þetta í smáatriðum hvað varðar upphæðir né annað,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og fulltrúi flokksins á fundinum í gær, aðspurður hvaða áhrif hann teldi innköllun þessa hafa á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Enda teljum við að hvorki ég né einstakir þingmenn Samfylkingar séum bestu menn til að úfæra þessi smáatriði, það verður að gera það í sátt við alla aðila, banka og með samvinnu bestu sérfræðinga. Það sem við höfum hins vegar gert er að verða við kröfu fólks um að reyna að koma á sátt um fiskveiðikerfið.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, sagði í samtali við Fréttablaðið að aðgerðir sem þessar væru aðför að landsbyggðinni og að þeim myndi fylgja miklar bætur til þeirra sem verða af heimildunum. Guðbjartur útilokar ekki að útgerðarmönnum verði greiddar bætur við innköllun aflaheimildanna. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra eftir fundinn. jse@frettabladid.is Friðrik J. Arngrímsson Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Verulegur ágreiningur er um hina svokölluðu fyrningarleið milli stjórnarflokkanna og útgerðarmanna. „Ég bara trúi því ekki að þeir muni fara þessa leið, ég hef meiri trú á skynsemi sjávarútvegsráðherra en svo,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ). Spurður hvort LÍÚ muni bregðast við með einhverjum aðgerðum verði þessi leið farin segir hann: „Já, við munum örugglega gera það en ég á bara alls ekki von á því að nokkur ábyrgur stjórnmálamaður muni láta verða af þessu.“ Formenn og aðrir fulltrúar þingflokkanna ræddu hver á eftir öðrum við stjórnarmenn LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF) á fundum í gær og gerðu grein fyrir stefnum sínum í sjávarútvegsmálum. Báðir stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir stefni að því að innkalla aflaheimildirnar en LÍÚ hefur sagt slíkt ríða sjávarútvegsfyrirtækjunum að fullu og jafnvel svo að bankarnir fylgi með í fallinu. „Við höfum ekkert útfært þetta í smáatriðum hvað varðar upphæðir né annað,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og fulltrúi flokksins á fundinum í gær, aðspurður hvaða áhrif hann teldi innköllun þessa hafa á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Enda teljum við að hvorki ég né einstakir þingmenn Samfylkingar séum bestu menn til að úfæra þessi smáatriði, það verður að gera það í sátt við alla aðila, banka og með samvinnu bestu sérfræðinga. Það sem við höfum hins vegar gert er að verða við kröfu fólks um að reyna að koma á sátt um fiskveiðikerfið.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, sagði í samtali við Fréttablaðið að aðgerðir sem þessar væru aðför að landsbyggðinni og að þeim myndi fylgja miklar bætur til þeirra sem verða af heimildunum. Guðbjartur útilokar ekki að útgerðarmönnum verði greiddar bætur við innköllun aflaheimildanna. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra eftir fundinn. jse@frettabladid.is Friðrik J. Arngrímsson
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira