LÍÚ mun bregðast við með aðgerðum 4. apríl 2009 04:30 Sjómenn eru samtaka þegar þeir gera að þeim gula en miklar deilur eru um það hvernig staðið skuli að því að sækja hann. fréttablaðið/jón sigurður Verulegur ágreiningur er um hina svokölluðu fyrningarleið milli stjórnarflokkanna og útgerðarmanna. „Ég bara trúi því ekki að þeir muni fara þessa leið, ég hef meiri trú á skynsemi sjávarútvegsráðherra en svo,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ). Spurður hvort LÍÚ muni bregðast við með einhverjum aðgerðum verði þessi leið farin segir hann: „Já, við munum örugglega gera það en ég á bara alls ekki von á því að nokkur ábyrgur stjórnmálamaður muni láta verða af þessu.“ Formenn og aðrir fulltrúar þingflokkanna ræddu hver á eftir öðrum við stjórnarmenn LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF) á fundum í gær og gerðu grein fyrir stefnum sínum í sjávarútvegsmálum. Báðir stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir stefni að því að innkalla aflaheimildirnar en LÍÚ hefur sagt slíkt ríða sjávarútvegsfyrirtækjunum að fullu og jafnvel svo að bankarnir fylgi með í fallinu. „Við höfum ekkert útfært þetta í smáatriðum hvað varðar upphæðir né annað,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og fulltrúi flokksins á fundinum í gær, aðspurður hvaða áhrif hann teldi innköllun þessa hafa á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Enda teljum við að hvorki ég né einstakir þingmenn Samfylkingar séum bestu menn til að úfæra þessi smáatriði, það verður að gera það í sátt við alla aðila, banka og með samvinnu bestu sérfræðinga. Það sem við höfum hins vegar gert er að verða við kröfu fólks um að reyna að koma á sátt um fiskveiðikerfið.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, sagði í samtali við Fréttablaðið að aðgerðir sem þessar væru aðför að landsbyggðinni og að þeim myndi fylgja miklar bætur til þeirra sem verða af heimildunum. Guðbjartur útilokar ekki að útgerðarmönnum verði greiddar bætur við innköllun aflaheimildanna. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra eftir fundinn. jse@frettabladid.is Friðrik J. Arngrímsson Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Verulegur ágreiningur er um hina svokölluðu fyrningarleið milli stjórnarflokkanna og útgerðarmanna. „Ég bara trúi því ekki að þeir muni fara þessa leið, ég hef meiri trú á skynsemi sjávarútvegsráðherra en svo,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ). Spurður hvort LÍÚ muni bregðast við með einhverjum aðgerðum verði þessi leið farin segir hann: „Já, við munum örugglega gera það en ég á bara alls ekki von á því að nokkur ábyrgur stjórnmálamaður muni láta verða af þessu.“ Formenn og aðrir fulltrúar þingflokkanna ræddu hver á eftir öðrum við stjórnarmenn LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva (SF) á fundum í gær og gerðu grein fyrir stefnum sínum í sjávarútvegsmálum. Báðir stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að þeir stefni að því að innkalla aflaheimildirnar en LÍÚ hefur sagt slíkt ríða sjávarútvegsfyrirtækjunum að fullu og jafnvel svo að bankarnir fylgi með í fallinu. „Við höfum ekkert útfært þetta í smáatriðum hvað varðar upphæðir né annað,“ segir Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar og fulltrúi flokksins á fundinum í gær, aðspurður hvaða áhrif hann teldi innköllun þessa hafa á greiðslugetu sjávarútvegsfyrirtækjanna. „Enda teljum við að hvorki ég né einstakir þingmenn Samfylkingar séum bestu menn til að úfæra þessi smáatriði, það verður að gera það í sátt við alla aðila, banka og með samvinnu bestu sérfræðinga. Það sem við höfum hins vegar gert er að verða við kröfu fólks um að reyna að koma á sátt um fiskveiðikerfið.“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, sagði í samtali við Fréttablaðið að aðgerðir sem þessar væru aðför að landsbyggðinni og að þeim myndi fylgja miklar bætur til þeirra sem verða af heimildunum. Guðbjartur útilokar ekki að útgerðarmönnum verði greiddar bætur við innköllun aflaheimildanna. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra eftir fundinn. jse@frettabladid.is Friðrik J. Arngrímsson
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira