Erlent

Lögreglan drap 13 skæruliða

Frá Srí Lanka.
Frá Srí Lanka. MYND/AP

Yfirvöld á Srí Lanka segja að lögreglumenn hafi ráðist gegn hópi Tamíltígra og drepið þrettán þeirra í skotbardaga sem braust út í austurhluta landsins í gær.

Bardaginn braust út degi eftir að herinn sagðist hafa fellt 31 skæruliða í norðurhluta landsins.

Stjórnvöld á Srí Lanka sögðust hafa rekið tígrana frá austurhluta landsins fyrir tveimur árum en það hefur ekki fengist staðfest.

Sameinuðu þjóðirnar telja að hátt í tvö hundruð þúsund almennir borgarar, flestir tamílar, séu fastir inni á svæði tígranna og lendi á milli stríðandi fylkinga. - kh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×