Innlent

Deilur forstjóra við ráðherra valda börnum skaða

Karen Kjartansdóttir skrifar
Álfheiður Ingadóttir og Steingrímur Ari Arason.
Álfheiður Ingadóttir og Steingrímur Ari Arason.
Deilur heilbrigðisráðherra og forstjóra Sjúkratrygginga valda því að aðstandendur barna sem eru með fæðingargalla eða hafa lent í slysi sem kallar á mikinn tannlæknakostnað fá ekki endurgreiðslu. Þau segja málið bitna illilega á börnum.

Kostnaðurinn geti munið milljónum og komið getið fyrir að fjölskyldur standi ekki undir greiðslum af slíkum upphæðum. Það geti orðið og hafi orðið til þess að börn verða af þjónustu sem þau þurfa á að halda.

Aðstandendafélag þessara barna, Breið bros, hefur lengi barist fyrir fullri endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum.

Eftir áralanga baráttu héldu félagsmenn að með nýrri reglugerð ráðherra yrði komið til móts við þá vegna kostnaðar en reglugerðin gerði ráð fyrir allt að 95 prósenta endurgreiðslu og var árlegur kostnaður hins opinbera vegna þess áætluð um 140 milljónir króna.

Málið virðist þó komið í mikinn hnút vegna núnings Sjúkratrygginga og Heilbrigðisráðuneytis sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum.

Andrés Ævar Grétarsson og Ásta Sóley Sturludóttir, eru foreldrar sjö ára drengs með skarð í vör sem brátt mun þurfa að gangast undir miklar tannlækningar. Þau segja þá stöðu sem upp er komin sár vonbrigði, málið snúist ekki aðeins um deilurnar heldur framtíð barna með fæðingargalla, sem þurfi á mikilli og dýrri þjónustu tannlækna að halda, en nýrri reglugerð var ætlað að rétta hlut þeirra.

Þau búast við að þurfa reiða fram um þrjá milljónir vegna tannlæknaþjónustu fyrir son sinn. Þá peninga eigi þau ekki tiltæka og telja líklegt að þau verði að skera niður í talþjálfun sonar síns í staðinn en sú þjálfun er honum þó mjög mikilvæg en mjög kostnaðarsöm. Segja þau hvern tíma kosta um 7000 krónur en aðeins fáist 2000 krónur endurgreiddar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×