Innlent

Gaskútaþjófur handtekinn í Kópavogi

Maðurinn var með gaskúta í sínum fórum þegar hann var handtekinn. Mynd úr safni.
Maðurinn var með gaskúta í sínum fórum þegar hann var handtekinn. Mynd úr safni.

Lögreglan í Kópavogi handtók karlmann á þrítugsaldri í nótt eftir að hann hafði brotist inn í íbúð í fjölbýlishúsi þar í bæ.

Tveir menn voru í íbúðinni þegar þjófurinn hugðist láta greipar sópa en annar þeirra vaknaði við umgang. Við það lagði þjófurinn á flótta.

Innbrotsþjófurinn var handtekinn skömmu síðar og var þá með tvo gaskúta í fórum sínum.

Ekki er fyllilega ljóst hvort þjófurinn stal þeim áður eða eftir að hann braust inn í íbúðina. Þjófurinn, sem var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn, var færður á lögreglustöð og þar játaði hann sök í málinu eftir að víman var runnin af honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×