Innlent

Skipstjóri dæmdur fyrir að vigta ekki afla

Maðurinn vigtaði ekki fiskinn heldur ók með hann beint á vinnslustöð.
Maðurinn vigtaði ekki fiskinn heldur ók með hann beint á vinnslustöð.

Skipstjóri í Vestmannaeyjum var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og fyrir brot á lögum um stjórn fiskveiða.

Hann var ákærður fyrir að hafa í júní 2008, eftir að vigtun var lokið úr skipinu eftir veiðiferð, sett óvigtað fiskikar sem innihélt 243 kíló af slitnum humri og 20 kíló af slægðum skötusel í bifreiðina sína og ekið með aflann að versluninni Skýlinu við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum og þannig vanrækt að láta vigta aflann.

Auk þess fyrir að hafa ekki látið vigta 256 kíló af slitnum humri úr öðrum óskilgreindum veiðiferðum en humarinn fannst við lögreglurannsókn síðar sama dag í tveimur frystikistum í starfsstöð skipsins.

Skipstjórinn játaði brot sín en hann hefur ekki gerst brotlegur við lög áður. Hann var því dæmdur til þess að greiða 600 þúsund krónur í sekt ella skal hann sæta fangelsi í 32 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×