160 þúsund krónum stolið af kreditkorti: Kortafyrirtækið ber enga ábyrgð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2016 10:46 Kristrún Arnarsdóttir mynd/aðsend Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. Kristrún hafði samband við kortafyrirtækið Valitor vegna málsins en fékk þau svör að tjónið væri alfarið á hennar ábyrgð. Í samtali við Vísi segist Kristrún vilja vekja athygli á því að fólk verði að passa rosalega vel upp á pin-númerið sitt. „Fólk er hér ekkert almennt að halda höndinni yfir pinnið. Ég flutti til Noregs þegar það var nýbúið að taka pinnið í notkun alls staðar og þar voru límmiðar á öllum posum til að mynda þar sem það var brýnt fyrir fólki að passa að halda höndinni yfir pinnið. Það er ekkert slíkt hér og mér finnst einfaldlega upplýsingagjöf frá kortafyrirtækjunum varðandi þetta ábótavant,“ segir Kristrún.Fólk átti sig almennt ekki á því að það beri ábyrgðina Í færslu sem Kristrún setti á Facebook-síðu sína vitnar hún í tölvupóst sem hún fékk frá Valitor vegna málsins: „Færslurnar eru gerðar með lestri örgjörvans sem er á kortinu og innslætti Pinn-númers, sem korthafi á einn að hafa aðgang að. VISA INTERNATIONAL veitir ekki bakfærslurétt á úttektir þar sem örgjörvi er lesinn og Pinn-númer er slegið inn.“ Kristrún segir fólk ekki almennt átta sig á því að það beri ábyrgðina á tjóninu sem verði ef kortinu er stolið og peningurinn tekinn út með pinni og örgjörva. Þannig beri kortafyrirtækið enga ábyrgð. „Þegar ábyrgðin er orðin svona dreifð eins og með þessu þá er ekki beint akkur í því fyrir kortafyrirtækin að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra þetta, þar sem þeir bera engan kostnað af þessu,“ segir Kristrún.Margar spurningar vakni vegna málsins Í Facebook-færslu sinni segir Kristrún að margar spurningar hafi vaknað hjá henni vegna málsins: „Spurningar vakna: Fyrst ég er ábyrg, hvernig hefði ég geta komið í veg fyrir þetta? Ég bjó erlendis í mörg ár og þar er brýnt fyrir fólki að passa pinnið vel. Þetta er innprentað í mig. Í hraðbanka er þetta ekkert mál. En hvað ef þú þarft að greiða með korti í troðningi? Hefði ég átt að fara fram á meira olbogarými þegar ég sló inn pinnið? Hefði ég átt að biðja um að posinn væri tekinn úr statífinu svo ég gæti haft hann nær mér og betur skýlt pinninu? Þarna var svoleiðis vesen ekki í boði - eðlilega. [...] Fleiri spurningar vakna. Hefðu ekki einhverjar viðvörunarbjöllur átt að hringja hjá kortafélaginu mínu þegar kortið mitt var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma um miðja nótt og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð? Hvað ef ég hefði borgað með debetkorti? Pinnið á minnið hefur mikið verið auglýst en ekki eins mikið að passa verði pinnið. En miðað við mína reynslu er kannski ráðið að skilja kortið eftir heima og nota reiðufé þar sem von er á biðröð við posann. Fyrir hvern var þessi breyting? Ekki er hún korthöfum í hag nú þegar ábyrgðin er öll þeirra og pinn- og kortaþjófnaður er hafinn af alvöru hér á landi.“ Vísir hefur sent fyrirspurn til Valitor vegna málsins en ekki hefur borist svar. Færslu Kristrúnar má sjá í heild sinni hér að neðan: Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Kristrún Arnarsdóttir, tölvunarfræðingur, lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu fyrir rúmri viku að kreditkortinu hennar var stolið þar sem hún var á bar í miðbæ Reykjavíkur. Innan við klukkutíma eftir að það var tekið var búið að taka tæplega 160 þúsund krónur út af því. Kristrún hafði samband við kortafyrirtækið Valitor vegna málsins en fékk þau svör að tjónið væri alfarið á hennar ábyrgð. Í samtali við Vísi segist Kristrún vilja vekja athygli á því að fólk verði að passa rosalega vel upp á pin-númerið sitt. „Fólk er hér ekkert almennt að halda höndinni yfir pinnið. Ég flutti til Noregs þegar það var nýbúið að taka pinnið í notkun alls staðar og þar voru límmiðar á öllum posum til að mynda þar sem það var brýnt fyrir fólki að passa að halda höndinni yfir pinnið. Það er ekkert slíkt hér og mér finnst einfaldlega upplýsingagjöf frá kortafyrirtækjunum varðandi þetta ábótavant,“ segir Kristrún.Fólk átti sig almennt ekki á því að það beri ábyrgðina Í færslu sem Kristrún setti á Facebook-síðu sína vitnar hún í tölvupóst sem hún fékk frá Valitor vegna málsins: „Færslurnar eru gerðar með lestri örgjörvans sem er á kortinu og innslætti Pinn-númers, sem korthafi á einn að hafa aðgang að. VISA INTERNATIONAL veitir ekki bakfærslurétt á úttektir þar sem örgjörvi er lesinn og Pinn-númer er slegið inn.“ Kristrún segir fólk ekki almennt átta sig á því að það beri ábyrgðina á tjóninu sem verði ef kortinu er stolið og peningurinn tekinn út með pinni og örgjörva. Þannig beri kortafyrirtækið enga ábyrgð. „Þegar ábyrgðin er orðin svona dreifð eins og með þessu þá er ekki beint akkur í því fyrir kortafyrirtækin að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra þetta, þar sem þeir bera engan kostnað af þessu,“ segir Kristrún.Margar spurningar vakni vegna málsins Í Facebook-færslu sinni segir Kristrún að margar spurningar hafi vaknað hjá henni vegna málsins: „Spurningar vakna: Fyrst ég er ábyrg, hvernig hefði ég geta komið í veg fyrir þetta? Ég bjó erlendis í mörg ár og þar er brýnt fyrir fólki að passa pinnið vel. Þetta er innprentað í mig. Í hraðbanka er þetta ekkert mál. En hvað ef þú þarft að greiða með korti í troðningi? Hefði ég átt að fara fram á meira olbogarými þegar ég sló inn pinnið? Hefði ég átt að biðja um að posinn væri tekinn úr statífinu svo ég gæti haft hann nær mér og betur skýlt pinninu? Þarna var svoleiðis vesen ekki í boði - eðlilega. [...] Fleiri spurningar vakna. Hefðu ekki einhverjar viðvörunarbjöllur átt að hringja hjá kortafélaginu mínu þegar kortið mitt var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma um miðja nótt og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð? Hvað ef ég hefði borgað með debetkorti? Pinnið á minnið hefur mikið verið auglýst en ekki eins mikið að passa verði pinnið. En miðað við mína reynslu er kannski ráðið að skilja kortið eftir heima og nota reiðufé þar sem von er á biðröð við posann. Fyrir hvern var þessi breyting? Ekki er hún korthöfum í hag nú þegar ábyrgðin er öll þeirra og pinn- og kortaþjófnaður er hafinn af alvöru hér á landi.“ Vísir hefur sent fyrirspurn til Valitor vegna málsins en ekki hefur borist svar. Færslu Kristrúnar má sjá í heild sinni hér að neðan:
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira