Gæti tekið nokkra mánuði að komast að því hvað fór úrskeiðis Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. maí 2016 19:00 Landlæknisembættið hefur hafið formlega rannsókn á meintum læknamistökum sem talið er að hafi orðið til þess að breskur karlmaður lést á Landspítalanum í Fossvogi á sunnudag. Landlæknir segir að leitað verði allra leiða til að komast að því hvað fór úrskeiðis við ummönnun mannsins, en það getur tekið nokkra mánuði.Stöð 2 greindi frá því í gær að breskur karlmaður um fimmtugt hafi látist á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Leitaði hann á bráðamóttöku Landspítalans aðfaranótt sunnudags með brotin rifbein í fylgd eiginkonu sinnar. Maðurinn var ekki lagður inn en lést á Landspítalanum á sunnudag. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást, þar á meðal sprungið milta. Í alvarlegum málum sem þessum er bæði lögreglu og landlæknisembættinu gert viðvart. Birgir Jakobsson landlæknir segir að leitað verði allra leiða til að komast að því hvað fór úrskeiðis. „Atvikið hefur verið tilkynnt frá Landspítala til okkar og þá setjum við í gang okkar ferli sem er að biðja um öll gögn og setja okkur inn í málið, hvað hefur gerst. Á sama tíma gerir Landspítalinn sína greiningu á því hvað hefur gest og báðir aðilar reyna að komast til botns í því. Hvað gerðist, afhverju og hvort við getum lært eitthvað af því,“ segir Birgir. Rannsóknir Landspítala og landlæknis geta tekið allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Birgir telur ekki miklar líkur á að lögreglurannsókn fari fram að því loknu. „Mér finnst það ekki mjög líklegt af því sem ég hef heyrt hingað til að það sé ástæða til að halda að það hafi gerst eitthvað brotlegt. En mistök, já. Og þá er mikilvægt að grafast fyrir um það hver voru orsökin fyrir þeim mistökum,“ segir hann. Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala sagði í fréttum okkar í gær að á hverju ári kæmu upp á bilinu átta til tólf dauðsföll eða alvarleg atvik þar sem sjúklingar hljóta af varanlegan skaða vegna mistaka við umönnun. „Við höfum litið á það síðastliðin ár. Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þessum tilfellum fari fjölgandi, þetta er nokkuð jafn fjöldi síðastliðin ár. En hvort þetta er mikið eða ekki í alþjóðlegum samanburði get ég raunverulega ekki sagt til um. Ég hef engin gögn í höndunum sem benda til þess að þetta sé meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum, allavega miðað við mína fyrri reynslu,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Landlæknisembættið hefur hafið formlega rannsókn á meintum læknamistökum sem talið er að hafi orðið til þess að breskur karlmaður lést á Landspítalanum í Fossvogi á sunnudag. Landlæknir segir að leitað verði allra leiða til að komast að því hvað fór úrskeiðis við ummönnun mannsins, en það getur tekið nokkra mánuði.Stöð 2 greindi frá því í gær að breskur karlmaður um fimmtugt hafi látist á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Leitaði hann á bráðamóttöku Landspítalans aðfaranótt sunnudags með brotin rifbein í fylgd eiginkonu sinnar. Maðurinn var ekki lagður inn en lést á Landspítalanum á sunnudag. Í ljós kom að hann var með innvortis meiðsl sem heilbrigðisstarfsfólki yfirsást, þar á meðal sprungið milta. Í alvarlegum málum sem þessum er bæði lögreglu og landlæknisembættinu gert viðvart. Birgir Jakobsson landlæknir segir að leitað verði allra leiða til að komast að því hvað fór úrskeiðis. „Atvikið hefur verið tilkynnt frá Landspítala til okkar og þá setjum við í gang okkar ferli sem er að biðja um öll gögn og setja okkur inn í málið, hvað hefur gerst. Á sama tíma gerir Landspítalinn sína greiningu á því hvað hefur gest og báðir aðilar reyna að komast til botns í því. Hvað gerðist, afhverju og hvort við getum lært eitthvað af því,“ segir Birgir. Rannsóknir Landspítala og landlæknis geta tekið allt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Birgir telur ekki miklar líkur á að lögreglurannsókn fari fram að því loknu. „Mér finnst það ekki mjög líklegt af því sem ég hef heyrt hingað til að það sé ástæða til að halda að það hafi gerst eitthvað brotlegt. En mistök, já. Og þá er mikilvægt að grafast fyrir um það hver voru orsökin fyrir þeim mistökum,“ segir hann. Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala sagði í fréttum okkar í gær að á hverju ári kæmu upp á bilinu átta til tólf dauðsföll eða alvarleg atvik þar sem sjúklingar hljóta af varanlegan skaða vegna mistaka við umönnun. „Við höfum litið á það síðastliðin ár. Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að þessum tilfellum fari fjölgandi, þetta er nokkuð jafn fjöldi síðastliðin ár. En hvort þetta er mikið eða ekki í alþjóðlegum samanburði get ég raunverulega ekki sagt til um. Ég hef engin gögn í höndunum sem benda til þess að þetta sé meira en gengur og gerist í nágrannalöndunum, allavega miðað við mína fyrri reynslu,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira