Innlent

Sokkin trilla reyndist bauja

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær en sem betur fer reyndist enginn í hættu staddur.
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær en sem betur fer reyndist enginn í hættu staddur.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í hádeginu í gær þar sem borist hafði tilkynning um að trilla maraði í hálfu kafi. Vegfarandi sem átti leið um Skötufjörðm hringdi í Neyðarlínuna. Sást aðeins í stefni og mastur bátsins samkvæmt hringjanda.

Björgunarbátar og skip voru strax send á staðinn ásamt nokkrum björgunarmönnum á landi. Engin trilla reyndist vera í firðinum en talið er líklegt að um kræklingabauju hafi verið að ræða. Vegfarandinn er þó sagður hafa brugðist hárrétt við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×