Ekki nóg að vera hæfileikaríkur 13. júlí 2013 21:23 Margrét Erla er áhugakona um sirkus Varla hefur farið fram hjá þeim sem átt hafa leið um Hringbrautina að risið hefur upp sirkusþorp á skömmum tíma í Vatnsmýrinni.Um er að ræða sirkushátíðina Volcano, þar sem sirkushópar frá ýmsum löndum koma saman. Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack hefur verið viðriðin sirkuslíf á Íslandi í nokkur ár. „Ég og vinir mínir sáum auglýsta ókeypis sirkustíma í Kramhúsinu fyrir sjö árum og ákváðum að skella okkur og eyddum þar ári í að reyna að standa á höndum. Svo var ég sett upp á axlirnar á sirkuskennaranum og þá gargaði ég bara því ég var svo lofthrædd. Og ég lærði aldrei að halda boltum á lofti.“ Á fyrstu sirkussýningunum segist Margrét því hafa verið hálfgert súkkulaði. „Ég var með eitt atriði þar sem ég dansaði magadans með hristibúðing í höndunum, sem var hálfgert trúðaatriði,“ segir hún og hlær. „Að lokum var mér boðið að vera yfir Fullorðinssirkusnum. Ég held það hafi næstum verið til þess að ég væri ekki að trufla þau lengur í hinum,“ segir hún hlæjandi.Alveg jafngóð og hinirHópurinn stofnaði í framhaldinu Sirkus Íslands. „Þau eru orðin rosalega fær í dag og fimm þeirra starfa við sirkusinn í fullu starfi,“ segir Margrét. „Svo erum við fimm grínstelpur sem bætumst við og berum Fullorðinssýninguna uppi, með annað hæfileikafólk okkur til halds og trausts.“ Hún segir að það sé gaman að bera saman hina fjölþjóðlegu sirkusa sem koma saman á Volcano hátíðinni. „Það er gaman að sjá hvað við erum komin langt. Við erum á sama stað og margir hinna sirkusanna sem eru hérna.“ Margrét er hluti af sýningunni Skinnsemi #8 á hátíðinni. „Þetta er fullorðinssirkus í orðsins fyllstu merkingu," segir hún og hvetur fólk til að vera létt á því á sýningunni, jafnvel með bjór í hönd. „Þetta er dálítið djarft og ekki fyrir alla, en við förum aldrei yfir nein siðferðismörk.“ Við undirbúninginn segir hún að skilyrði fyrir atriðum í sýningunni hafi verið að þau væru annaðhvort fyndin eða kynþokkafull. „Það er ekki nóg að vera bara hæfileikaríkur í þessum sirkus. Það þarf að vera eitthvað aukakrydd í þessu,“ segir hún og brosir. „Við fáum gjarnan innblástur úr barnasýningunum. Þaðan höfum við fengið margar fáránlegar hugmyndir sem við ákveðum að framkvæma. Við teygjum þær og togum svo barnalæsingin hverfur, en útkoman verður fullorðinsgrín af bestu gerð.“Páll Óskar í stuðiSkemmtikraftar skemmta sérSkinnsemi hefur vakið svo mikla athygli hjá erlendu listamönnunum að þeir hafa slegist um að fá að vera með. „Það er ótrúlega mikill heiður þegar listamenn sem við berum endalausa virðingu fyrir vilja taka þátt í sýningunni okkar.“ En hvað finnst Margréti best við sirkusinn? „Systir mín náði þessu dálítið vel. Hún sagði nefnilega að það sem henni þætti best við sirkusinn væri að fólkið sem er að skemmta áhorfendum er líka að skemmta sér. Maður upplifir ekki að fólkið sé í vinnunni. Það er einhver þarna að róla sér í tíu metra hæð og hann er í alveg jafntrylltu stuði og fólkið niðri sem er að horfa á hann,“ segir Margrét og hlær.Karókí og plötusnúðarEn sirkusinn er ekki það eina sem á huga Margrétar þessa dagana. Hún er einnig hluti af karókí-DJ-teyminu Hits and Tits ásamt vinkonu sinni, Ragnheiði Maísól. „Við Ragnheiður erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum litlar stelpur. Fórum á trúðanámskeið saman þegar við vorum unglingar og byrjuðum að DJ-a saman upp úr tvítugu.“ Ragnheiður er reyndar líka með henni í Skinnsemi. „Hún er með mér í öllu sem er skemmtilegt á annað borð,“ segir Margrét og hlær. Ævintýrið hófst eftir að Margrét flutti heim frá New York þar sem hún hafði búið í þrjá mánuði. „Þar vann ég á fullorðinssirkusstað og fór í karókí á hverju kvöldi. Svo þegar ég kom heim sagði ég við Ragnheiði: „Við þurfum að stofna karókíkvöld og búa til fullorðinssirkus. Við ætluðum bara að prófa og halda eitt karókíkvöld en svo varð þetta bara klikkaðasta partí sem ég hef farið í. Svo við héldum þessu áfram. Í eitt skiptið mætti Páll Óskar í karókí og þá trylltist ég. En svo er gaman að sjá hvað hversdagshetjurnar eru oft miklu betri í karókí heldur en fagfólkið.“ Margrét bætir við að þær stöllur séu einnig með ýmsa leikmuni á karókíkvöldunum, til dæmis plastsaxófón. „Þá geta þeir sem vilja ekki syngja tekið plastsaxófónsóló. Það er eitthvað fyrir alla,“ segir hún og hlær.Hrifnæm draumórakonaLjóst er að mörg áhugamál Margrétar tengja menn ekki við íslenska menningu, svo sem magadans og sirkuslíf. Margrét segist enda oft hafa velt fyrir sér hvað hún sé eiginlega enn að gera á Íslandi. „En ég er svo ánægð með vinnuna mína hér heima og mér finnst það ekki þess virði að kasta henni á glæ til að eltast við einhverja sirkusdrauma úti í heimi.“ Hún bætir við að þó það virðist fáránlegt þá sé hún orðin of gömul fyrir slíkt. „Maður eldist víst ekki vel í skemmtanabransanum. Núna langar mig mest að fara í trúðaskóla, en það er bara vegna þess að ég var að hitta svo margt fólk sem ferðast um heiminn sem trúðar og ég er svo hrifnæm,“ segir Margrét og skellir upp úr. Í haust liggur leiðin til Ekvador ásamt hópi af unglingum, þar sem Margrét verður sjálfboðaliði á vegum alþjóðlegra sumarbúða CISV, sem er starfsemi sem heyrir undir UNESCO. „Þarna koma krakkar frá ýmsum löndum saman og læra um menningarmismun með því að upplifa hann á eigin skinni. Við ölum upp fólk sem kann að taka menningarlegt tillit.“ Margrét fór sjálf fimm sinnum í sumarbúðir af þessu tagi þegar hún var unglingur og segist hafa lært mikið af því. Hugsanlega hefur það haft áhrif á seinni tíma ákvarðanir um ferðalög og sirkuslíf. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Varla hefur farið fram hjá þeim sem átt hafa leið um Hringbrautina að risið hefur upp sirkusþorp á skömmum tíma í Vatnsmýrinni.Um er að ræða sirkushátíðina Volcano, þar sem sirkushópar frá ýmsum löndum koma saman. Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack hefur verið viðriðin sirkuslíf á Íslandi í nokkur ár. „Ég og vinir mínir sáum auglýsta ókeypis sirkustíma í Kramhúsinu fyrir sjö árum og ákváðum að skella okkur og eyddum þar ári í að reyna að standa á höndum. Svo var ég sett upp á axlirnar á sirkuskennaranum og þá gargaði ég bara því ég var svo lofthrædd. Og ég lærði aldrei að halda boltum á lofti.“ Á fyrstu sirkussýningunum segist Margrét því hafa verið hálfgert súkkulaði. „Ég var með eitt atriði þar sem ég dansaði magadans með hristibúðing í höndunum, sem var hálfgert trúðaatriði,“ segir hún og hlær. „Að lokum var mér boðið að vera yfir Fullorðinssirkusnum. Ég held það hafi næstum verið til þess að ég væri ekki að trufla þau lengur í hinum,“ segir hún hlæjandi.Alveg jafngóð og hinirHópurinn stofnaði í framhaldinu Sirkus Íslands. „Þau eru orðin rosalega fær í dag og fimm þeirra starfa við sirkusinn í fullu starfi,“ segir Margrét. „Svo erum við fimm grínstelpur sem bætumst við og berum Fullorðinssýninguna uppi, með annað hæfileikafólk okkur til halds og trausts.“ Hún segir að það sé gaman að bera saman hina fjölþjóðlegu sirkusa sem koma saman á Volcano hátíðinni. „Það er gaman að sjá hvað við erum komin langt. Við erum á sama stað og margir hinna sirkusanna sem eru hérna.“ Margrét er hluti af sýningunni Skinnsemi #8 á hátíðinni. „Þetta er fullorðinssirkus í orðsins fyllstu merkingu," segir hún og hvetur fólk til að vera létt á því á sýningunni, jafnvel með bjór í hönd. „Þetta er dálítið djarft og ekki fyrir alla, en við förum aldrei yfir nein siðferðismörk.“ Við undirbúninginn segir hún að skilyrði fyrir atriðum í sýningunni hafi verið að þau væru annaðhvort fyndin eða kynþokkafull. „Það er ekki nóg að vera bara hæfileikaríkur í þessum sirkus. Það þarf að vera eitthvað aukakrydd í þessu,“ segir hún og brosir. „Við fáum gjarnan innblástur úr barnasýningunum. Þaðan höfum við fengið margar fáránlegar hugmyndir sem við ákveðum að framkvæma. Við teygjum þær og togum svo barnalæsingin hverfur, en útkoman verður fullorðinsgrín af bestu gerð.“Páll Óskar í stuðiSkemmtikraftar skemmta sérSkinnsemi hefur vakið svo mikla athygli hjá erlendu listamönnunum að þeir hafa slegist um að fá að vera með. „Það er ótrúlega mikill heiður þegar listamenn sem við berum endalausa virðingu fyrir vilja taka þátt í sýningunni okkar.“ En hvað finnst Margréti best við sirkusinn? „Systir mín náði þessu dálítið vel. Hún sagði nefnilega að það sem henni þætti best við sirkusinn væri að fólkið sem er að skemmta áhorfendum er líka að skemmta sér. Maður upplifir ekki að fólkið sé í vinnunni. Það er einhver þarna að róla sér í tíu metra hæð og hann er í alveg jafntrylltu stuði og fólkið niðri sem er að horfa á hann,“ segir Margrét og hlær.Karókí og plötusnúðarEn sirkusinn er ekki það eina sem á huga Margrétar þessa dagana. Hún er einnig hluti af karókí-DJ-teyminu Hits and Tits ásamt vinkonu sinni, Ragnheiði Maísól. „Við Ragnheiður erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum litlar stelpur. Fórum á trúðanámskeið saman þegar við vorum unglingar og byrjuðum að DJ-a saman upp úr tvítugu.“ Ragnheiður er reyndar líka með henni í Skinnsemi. „Hún er með mér í öllu sem er skemmtilegt á annað borð,“ segir Margrét og hlær. Ævintýrið hófst eftir að Margrét flutti heim frá New York þar sem hún hafði búið í þrjá mánuði. „Þar vann ég á fullorðinssirkusstað og fór í karókí á hverju kvöldi. Svo þegar ég kom heim sagði ég við Ragnheiði: „Við þurfum að stofna karókíkvöld og búa til fullorðinssirkus. Við ætluðum bara að prófa og halda eitt karókíkvöld en svo varð þetta bara klikkaðasta partí sem ég hef farið í. Svo við héldum þessu áfram. Í eitt skiptið mætti Páll Óskar í karókí og þá trylltist ég. En svo er gaman að sjá hvað hversdagshetjurnar eru oft miklu betri í karókí heldur en fagfólkið.“ Margrét bætir við að þær stöllur séu einnig með ýmsa leikmuni á karókíkvöldunum, til dæmis plastsaxófón. „Þá geta þeir sem vilja ekki syngja tekið plastsaxófónsóló. Það er eitthvað fyrir alla,“ segir hún og hlær.Hrifnæm draumórakonaLjóst er að mörg áhugamál Margrétar tengja menn ekki við íslenska menningu, svo sem magadans og sirkuslíf. Margrét segist enda oft hafa velt fyrir sér hvað hún sé eiginlega enn að gera á Íslandi. „En ég er svo ánægð með vinnuna mína hér heima og mér finnst það ekki þess virði að kasta henni á glæ til að eltast við einhverja sirkusdrauma úti í heimi.“ Hún bætir við að þó það virðist fáránlegt þá sé hún orðin of gömul fyrir slíkt. „Maður eldist víst ekki vel í skemmtanabransanum. Núna langar mig mest að fara í trúðaskóla, en það er bara vegna þess að ég var að hitta svo margt fólk sem ferðast um heiminn sem trúðar og ég er svo hrifnæm,“ segir Margrét og skellir upp úr. Í haust liggur leiðin til Ekvador ásamt hópi af unglingum, þar sem Margrét verður sjálfboðaliði á vegum alþjóðlegra sumarbúða CISV, sem er starfsemi sem heyrir undir UNESCO. „Þarna koma krakkar frá ýmsum löndum saman og læra um menningarmismun með því að upplifa hann á eigin skinni. Við ölum upp fólk sem kann að taka menningarlegt tillit.“ Margrét fór sjálf fimm sinnum í sumarbúðir af þessu tagi þegar hún var unglingur og segist hafa lært mikið af því. Hugsanlega hefur það haft áhrif á seinni tíma ákvarðanir um ferðalög og sirkuslíf.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira